Að gera þetta sjálfur

Skrifað þann

Að gera þetta sjálfur

Að búa til rafrettuvökva er alls ekki jafn erfitt og oft er haldið. Einungis eru fjögur meginhráefni notuð, þau eru VG, PG, Bragðefni og níkótín.

PG og VG eru grunnbasar og eru oftast um 75-90% af uppskriftinni, hlutfall PG og VG ráða því hversu mikið "throat hit", Gufumyndum og Þykkleikann er á vökvanum. Fyrir stærri tanka er VG hlutfall hærra, eða um það bil 70-90% en í minni tönkum er hlutfallið um 35-50%

Bragðefni er lykilatriðið á góðri uppskrift og að blanda mörgum bragðefnum saman til að gera góða uppskrift getur verið erfitt og tekið langan tíma. Til að auðvelda þetta verkefni seljum við svokallað One Shot, sem þýðir það að bragðefnin hafa þegar verið blönduð saman til að búa til eina bragðefnasúpu sem einungis þarf að blanda grunnbasa og níkótín við. Bragðefni koma nær eingöngu í PG formi.

Nikótín er erfitt að fá á íslandi þar sem núverandi lög flokka það sem lyf, en þó er lítið mál að panta þetta að utan. Leyfilegur styrkleiki og skammtur af nikótíni innflutt til Íslands er 36mg/ml og 100ml á 100 daga fresti. Þó er oft hægt að finna einstaklinga á facebook síðunni Íslenskir E-juice kokkar með nikótín til sölu.

Það eru tvær leiðir til að blanda saman vökvana hjá okkur. 

A)

 1. Þú velur þér Bragðefni af vefsíðunni okkar og kaupir tilheyrandi grunnvökva. Með Flavour Boss bragðefnum þarf Flavour Boss grunnvökva, með Darkstar bragðefni þarf Darkstar grunnvökva, o.s.frv.


2. Þú hellir innihaldi Grunnvökvanns ofan í Flavour Boss brúsann.

3. Hristir flöskuna rosalega vel, því meira því betra.

4. Ef bragðefnin hefur þroskunnartíma þá þarf að bíða þann tíma en óhætt er að nota vökvann strax. Ef enginn þroskunartími er á bragðefninu er hægt að njóta bragðsins til fulls strax við lok hristun.

B)

Gott er að nota rafrettuvökva reiknivél til að hjálpa sér að búa til djúsinn. Við mælum með þesari hérna http://www.steam-engine.org/juice.html  

1. Byrjaðu á því að setja inn magn vökva sem þú ætlar að búa til og velja hvort þú mælir níkótínið þitt í prósentum eða milligrömmum/millilítrum.

2. Settu inn styrkinn á nikótín basanum sem þú ert með. 

3. Target er hvaða nikótínstyrk og PG/VG hlutfall þú vilt að útkoman verði. Stilltu það inn.

4 Ýttu á +Add hjá "Flavouring" og skrifaðu inná styrkleikann á braðgefninu sem þú ert með. Það mun standa prósentutala utan á bragðefninu sem þú kaupir hjá okkur.

5. Fylgdu upplýsingunum hjá "Recipe" og notaðu ávallt viðeigandi öryggisbúnað við blöndum. Sérstaklega þegar notað er nikótín.

6. Hristu flöskuna með öllum hráefnum saman. Því meira sem flaskan er hrist því betra.

7. Upplýsingar um Þroskunnartíma (steep) tíma eru utan á umbúðum eða á heimasíðuna okkar. Þroskunnartími er sá tími sem vökvinn þarf til þess að ná sem bestu bragði. Hægt er að hugsa þetta sem rauðvín í eikartunnu sem verður betra með hverjum degi.

 

Nýleg blogg